website

Um Kristalla - til gamans

 

Í kjölfar þess að nú eru fáanlegir á hjá okkur Gua Sha, úr kristölum þá fannst okkur gaman að láta fylgja með smá örpistil um kristala - eingöngu til gamans. 

Kristallar hafa verið notaðar í lækningarskyni ýmsu formi í þúsundir ára. Þeir hafa verið taldir hafa áhrif bæði á líkama og orku. Að þeir búi yfir einskonar leiðslu fyrir lækningaorku jarðar þegar þeir eru notaðir rétt. Þeir hafa verið taldir gefa frá sé jákvæða, hreinsandi og upplífgandi orku. Sumir telja að kristallarnir gefi frá sér víbríng sem hefur áhrif á bæði líkama og sál. 

Í bók Amy Mercree höfundi bókarinnar: The Mood Book: Crystals, Oils, and Rituals to Elevate your Spirit segir að titringur sem kristalar gefi frá sér stafi af því hvernig atóm og og sameindir kristalla hreyfast. Titringurinn og orkan sem kristalar gefa frá sér geta síðan haft áhrif á líkama og huga.

Við búum yfir líkamlegri, tilfiningalegri og andlegri orku sem flæðir um okkur. Kristallar eru skemmtileg og einstök leið til að hjálpa til við að hafa áhrif á orku.

Þrátt fyrir að engar rannsóknir sýna fram á lækningarmátt kristalla þá má líta á það sem viðbót við heilun. Suzanne Monroe höfundur bókarinnar:  The Holistic Cookbook & Lifestyle Guide, kemst svo vel að orði, að við leyfum okkur að þýða það lauslega:

“Eins og allt sem tengist heilsu og vellíðan - frá grænum safa yfir í jóga eða hugleiðslu. Þá geta kristallar verið viðbót við rútínuna. Þeir koma ekki staðinn fyrir fyrirmæli læknis eða eru lækning eða lausn. Það er ekki hægt að draga saman líðan okkar með tölum og gögnum. Ef kristallar geta stutt okkur á þann hátt að við getum ekki séð en við finnum, er það ekki nógu öflugt?”

Þessi örpistill er aðeins til gamans gerður og við bendum áhugasömum á að á veraldarvefnum er að finna heilan hafsjó af fróðleik um kristalla. Við hverjum áhugasama um að kynna sér þá vel.