Frí heimsending þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira!

Um KANA

 

KANA húðvörurnar eru framleiddar í Bandaríkjunum. Stofnandinn er Janice Buu er hér á ferð með nýstárlega og framúrskarandi línu sem inniheldur CBD. Húðvörum sem hjálpa til við að vinna á margvíslegum húðvandamálum. 

Vörurnar eru bæði hreinar & afkastamiklar & nýta sér allt það besta sem
K-beauty, ilmmeðferð & CBD hefur upp á bjóða svo úr varð þessi einstaka vörulína frá KANA.

CBD er unnið úr kannabisplöntunni en plantan hefur sýnt fram á alveg ótrúlega eiginleika sem nýtast við hinum ýmsu kvillum þ.m.t. húðkvillum. Það er einkar mikilvægt að rétt sé staðið að vinnslu CBD úr plöntunni. Rétt er að taka það fram að KANA vörurnar innihalda ekki THC sem er vímugjafinn í kannabisplöntunni. 

CBD í húðvörunum frá KANA er alveg einstakt & er áhersla lögð á gæði en ekki magn & vinsældirnar leyna sér ekki. 

Allar vörur frá KANA innihalda aðeins náttúruleg efni & eru án ilms, parabenefna eða annarra sterkra efna. Lyktin sem kemur af hverri vörunu eru aðeins náttúrulegar lyktir beint frá plöntum & blómum. Dásamlegur ilmurinn minnir á ferskan garð!

KANA er stolt af því að vera í leiðandi á sínu sviði inn í nýja tíma í húðvörum, fegurð og almennri vellíðan.

KANA vörurnar henta fyrir Vegan, eru lausar við öll paraben efni & ekki prófaðar á dýrum!