website
Gua Sha kristall til að nudda húð. Amethyst kristall og Rósakvars
Gua Sha - Rose Quartz og Amethyst
Rósakvars Gua Sha
Gua Sha úr ekta Amethyst kristal.
Gua Sha úr ekta Rósakvars kristal
Gua Sha Rose Quartz Kristal nudd fyrir andlit.
Gua Sha úr Amethyst Kristal nuddtæki fyrir andlitsvöðva

Gua Sha - Rose Quartz og Amethyst

Vörumerki
Sif´s day off
Venjulegt verð
5.990 kr
Afsláttur
5.990 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Verð

Gua Sha úr ekta kristal

Gua Sha er einstakur nudd kristall. Hann er einkum ætlað fyrir andlit og háls en hentar á alla vöðva.  

Að nota Gua Sha getur hjálpað til að:

Losa spennu og slaka á vöðvum 
Draga úr bólgum og þrota 
Örva sogæðakerfi og blóðrásina 
Móta og lyfta andlitsvöðva
Draga úr ótímabærri öldrun 
Vinna sem náttúruleg andlitslyfting 
Framkallar fallegan ljóma í húðinni

Gua Sha er fáanlegur í Rósakvars (bleikur kristall) og Amethyst (fjólublár kristall).  

Rose Quartz kristall hefur verið talinn vera tákn ástarinnar og að hann hjálpi til við fyrirgefningu og hleypi kærleika inn í lífið.

Amethyst er talinn vera einkar kraftmikill kristall sem vinnur gegn streitu, verndar gegn neikvæðni og færi frið. Sagt er að ef þú sefur með Amethyst kristal nálægt sér þá hjálpi það til við að laða að góða drauma.  


Hvernig á að nota Gua Sha? 

Áður en þú notar Gua Sha skaltu bera andlitsolíu á svæðið svo hann renni vel á húðinni. Notaðu léttan þrýsting til að nudda andlit og háls. Nuddaðu frá andlitinu (sjá mynd).
Gua Sha hjálpar einnig til við að þrýsta öllum hráefnum í olíunni vel inn í húðina. Við mælum með 
LIT andlitsolíunni

Skelltu Gua Sha kristalnum í kæli u.m.þ.b. 20 mínútum fyrir notkun til að kæla húðina um leið og minnka bólgur. 

Fyrir bestan árangur notist daglega. 

Umhirða 

Hver kristall er vandlega mótaður og enginn með sama lit, munstur eða að þykkt. Til að þrífa hann mælum við með að skola með volgu vatni og þurrka. 

Hann kemur í sérútbúnum örtrefjapoka og fallegum kassa til að vernda hann. 

Þinn að eilífu?

Farðu vel með hann því hann getur brotnað ef hann fær högg en annars endist hann og endist...að eilífu?

Við tókum saman stuttan fróðleik um kristalla aðeins til gamans. Hann má lesa hér.